Ekkert fannst
Á meðan hefðbundið tónleikahald getur ekki farið fram býður Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á sérsniðna dagskrá í september með þrennum kammertónleikum í Hörpu og fernum sjónvarpstónleikum í Eldborg sem sendir eru út á RÚV.
Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands bjóða upp á sannkallaða gleðistund á fyrstu hæð Hörpu kl. 17:30 föstudagana 11., 18. og 25. september. Kammertónleikarnir eru haldnir á 1. hæð í Hörpu þar sem hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar flytja fjölbreytta og skemmtilega kammertónlist. Veitingastaðurinn opnar kl. 16:30 en þar verður hægt að kaupa léttar veitingar og tapas-disk. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nánar um kammertónleikana.
Á sjónvarpstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á RÚV verður boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu úr Eldborg. Haldið verður upp á 250 ára afmæli Beethovens á fjölskyldutónleikum 10. september. Hátíðarhöldin halda áfram með Beethoven-veislu 17. september þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson leikur þriðja píanókonsert tónskáldsins ásamt því að hljómsveitin flytur nokkur verk meistarans undir stjórn Evu Ollikainen, nýjum aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á síðustu tónleikunum 23. september flytur hljómsveitin síðan Örlagasinfóníu Beethovens undir stjórn Evu Ollikainen.