x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Sæunn Þorsteinsdóttir og Angela Draghicescu

Sígildir sunnudagar

Sellóleikarinn Sæunn Þorsteinsdóttir og píanóleikarinn Angela Draghicescu sameinast á tónleikum Sígildra sunnudaga og bjóða upp á litríkt og fjölbreytt úrval tónlistar fyrir selló og píanó. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal þann 30. apríl og hefjast klukkan 17:00.

Sæunn Þorsteinsdóttir hefur komið fram sem einleikari með Los Angeles Philharmonic, Toronto Symphony og Sinfóníuhljómsveit Íslands, meðal annarra. Eftir útgáfu á flutningi hennar á einleikssvítum Britten hefur hún leikið í nokkrum helstu tónleikasölu heims, þar á meðal Carnegie Hall, Suntory Hall og Disney Hall. Sæunn er stórtækur kammertónlistarmaður og hefur m.a. unnið með Itzhak Perlman, Mitsuko Uchida, Richard Goode og meðlimum Emerson, Guarneri og Cavani Kvartettanna. Hún hefur leikið á fjölda tónlistarhátíða um heim allan, t.d. á Prussia Cove og Malboro Festival. Hún er sellóleikari Manhattan píanótríósins og stofnandi kammerhópsins Decoda, sem hefur það markmiði að færa nýtt líf í flutning kammertónlistar með nýstárlegum nálgunum, skapandi fræðslu og samfélagsþátttöku.

Angela Draghicescu er starfandi píanóleikari við University of Puget Sound. Hún hefur leikið með nokkrum helstu tónlistarmönnum Bandaríkjanna, þ.á.m. konsertmeistara New York Philharmonic, Frank Huang, fiðluleikaranum Brian Lewis, sigurvegara Naumburg keppninnar, David Requiro, fyrsta trompetleikara Metropolitan Orchestra, David Bond, og hornleikara Canadian Brass, Jeff Nelsen. Angela Draghicescu er auk þess einn meðleikara í Alþjóðlegu George Enescu keppninni.

Á tónleikunum verða meðal annarra verka Sellósónata nr.4 eftir Beethoven, Myndir á þil eftir Jón Nordal, Rúmenskir dansar eftir Béla Bartók ásamt því að verk Pulitzer Prize verðlaunahafans William Bolcom, Capriccio verður frumflutt á Íslandi.

Hægt er að nálgast miða hér.