x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Sælustraumar frá Hörpu

Lifandi tónlistarstreymi beint úr Norðurljósum

Þó haustið sé mætt og fáir séu á ferli þessar vikur slær hjartað í Hörpu jafn sterkt og áður. Á meðan dyr tónlistarhúss landsmanna eru lokaðar sendum við út Sælustrauma til þeirra sem á vilja hlýða; stutt innslög fyrir alla, frá íbúum Hörpu í ýmsum myndum.

Á miðvikudögum leika meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands óskalög fyrir áhugasama hlustendur. Á föstudögum telja fræknir jazztónlistarmenn frá Múlanum niður í fjörið og helgina og á laugardagsmorgnum fá krakkar á öllum aldri að fylgjast með ýmsum furðuverum sem finnast á kreiki í lokaðri Hörpu.

Kúrið ykkur í sófanum, sötrið á tebolla eða drykk og leyfið Sælustraumum frá Hörpu að ylja ykkur á meðan haustlægðirnar ganga yfir.