Ekkert fannst
„Þessi hátíð er tónlistarlegt afkvæmi mitt. Ég legg allt í hana, legg allt undir og mig langar til að þetta sé mjög veglegt og litríkt. Ég er allt í öllu, spila í næstum því öllum verkunum og er líka einskonar gestgjafi“. - Víkingur Ólafsson
Nú styttist óðum í hina glæsilegu tónlistarhátíð Reykjavík Midsummer Music 2019, en hún fer fram í Hörpu dagana 20. – 23. júní. Stofnandi hátíðarinnar og listrænn stjórnandi er Víkingur Heiðar Ólafsson, en hann kemur einnig fram á öllum tónleikum hátíðarinnar ásamt nokkrum af fremstu tónlistarmönnum samtímans.
Meðal gesta á hátíðinni í ár eru Florian Boesch barítónsöngvari, Ilya Gringolts og Anahit Kurtikyan fiðluleikarar og Yura Lee lágfiðluleikari og frönsku píanóleikararnir Katia og Mariella Labeque sem leika í fyrsta sinn á Íslandi, en þær eru af mörgum taldar fremsta píanódúó síðustu 30 ára. Þá er von á breska tónskáldinu og klarinettuleikaranum Mark Simpson, sellósnillingunum Leonard Elschenbroich og Jakob Koranyi, og raftónlistarmanninum Hans-Joachim Roedelius, sem margir telja föður ambient-tónlistarinnar.
Dagskrá hátíðarinnar er sett saman með það fyrir augum að hverjir tónleikar segi einstaka sögu, leiði saman hið nýja og gamla, varpi ljósi á óvæntar tengingar og seti hlutina í ferskt og fallegt samhengi.
Hægt er að lesa nánar um dagskrá hátíðarinnar á www.rmm.is
Hér er hægt að kaupa hátíðarpassa en einnig er hægt að kaupa miða á staka tónleika.
Hér eru allir tónleikar Reykjavík Midsummer Music í Hörpu:
Minning um Flórens – 20 júní kl. 20 í Eldborg
Skrifast á – 21 júní kl. 20 í Norðurljósum
Fiðrildi og fiðurfé – 22. júní kl. 20 í Norðurljósum
Lokatónleikar 2019 – 23. júní kl. 20 í Eldborg
Hlökkum til að sjá ykkur í Hörpu 20. – 23. júní!