x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Ráðgjöf vegna COVID-19 og mannamóta

Tilfellum nýju kórónaveirunnar hefur fjölgað hratt undanfarna daga og vikur. Nú hafa tugir tilfella komið upp hér á landi og hundruð eru í sóttkví eftir að hafa orðið útsett fyrir smiti.  Ekki er samkomubann í gildi á Íslandi en ekki er útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða meðan unnið er að því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Meðan faraldur geisar þarf ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.

Áður en ákveðið er að halda viðburð þarf hver og einn að meta stöðu sína vel. Almennt eigum við ekki að vera í mikilli nálægð við aðra þegar við finnum fyrir flensulíkum einkennum. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir þá sem annað hvort hafa verið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í tengslum við einstaklinga með staðfest eða grunað smit. Þessir aðilar ættu að forðast samneyti við aðra einstaklinga og vera í sóttkví.

Á fjölmennum viðburði er einkar mikilvægt að huga vel að persónulegu hreinlæti; þvo hendur reglulega, nota handspritt þegar þörf krefur og hnerra eða hósta í einnnota þurrku eða í olnbogabótina.

Starfsfólk Hörpu fer eft­ir fyr­ir­mæl­um yf­ir­valda og eru verk­ferl­ar mjög skýr­ir.  Helstu snertifletir í hússinu eru þrifnir mun oftar en vanalega og er handspritt staðsett á mörgum stöðum í húsinu.  Allur búnaður sem leigður er út á okkar viðburðum er sótthreinsaður sérstaklega.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi miða ykkar á viðburði í Hörpu hvetjum við ykkur að hafa samband við miðasölu í síma 528-5050 eða á netfangið midasala@harpa.is