x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Perlað af krafti í Hörpu

Sunnudaginn 4. febrúar

Sunnudaginn, 4. febrúar, hvetur Kraftur landsmenn alla til að mæta í Hörpu á milli 13:00 og 17:00 og perla armbönd til styrktar félaginu. Kraftur stefnir á Íslandsmet í fjölda manns við armbandagerð.

Síðustu vikur hefur Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, staðið fyrir árveknis- og fjáröflunarátaki og er perluviðburðurinn lokahnykkur í átakinu – Krabbamein kemur öllum við | Lífið er núna. Armböndin sem verða perluð eru seld á viðburðinum en mörg armbönd eru nú þegar seld.

Ester Amíra Ægisdóttir, 11 ára, mun láta hárið fjúka á viðburðinum til styrktar krabbameinssjúkum. En báðar ömmur hennar hafa greinst með krabbamein og ákvað hún að láta klippa hárið sitt til hárkollugerða fyrir krabbameinssjúka og safna áheitum til styrktar Krafti. Upphaflegt markmið hennar var að safna yfir 100.000 krónum en hún er komin vel yfir þá upphæð.

Til að halda uppi stemningu og stuði á meðan á armbandagerðinni stendur munu frábærir listamenn stíga á stokk þ.e. Valdimar, Amabadama, Úlfur Úlfur og DJ Sóley.   Komdu og njóttu þess að vera með vinum og fjölskyldu á sunnudagseftirmiðdegi og perla til styrktar ungu krabbameinsgreindu fólki og aðstandendum.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Ókeypis er í bílastæði Hörpu meðan á viðburðinum stendur í boði 115 security.

Vertu perla og hjálpumst að við að slá Íslandsmet og styrkja í leiðinni ungt krabbameinsgreint fólk og aðstandendur.