x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Osmo Vänskä

Heiðursstjórnandi Sinfóníunnar

Finnski hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä var í dag útnefndur heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Vänskä hefur gegnt stöðu aðalgestastjórnanda frá árinu 2014 en var einnig aðalstjórnandi hljómsveitarinnar á árunum 1993-96. Hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveitinni meðal annars á merkum tónleikum í Carnegie Hall í New York árið 1996 þar sem flutt var sinfónía nr. 2 eftir Sibelius en hann mun einmitt stýra sömu sinfóníu í kvöld á tónleikum föstudagsraðar Sinfóníunnar. Frammistaða Vänskä með hljómsveitinni hefur vakið mikla eftirtekt og er það mat manna að hann lyfti sveitinni í nýjar hæðir með túlkun sinni.

„Ég er mjög ánægður að vera tengdur Sinfóníuhljómsveit Íslands og þessu frábæra landi“,  sagði Osmo Vänskä að þessu tilefni.

Vänskä hefur stjórnað öllum helstu hljómsveitum heims og hefur verið aðalstjórnandi Minnesota-hljómsveitarinnar frá árinu 2003. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir starf sitt með þeirri sveit, hefur m.a. hljóðritað allar sinfóníur Beethovens og um þann flutning sagði gagnrýnandi New York Times að þar væri komin „hin fullkomna Beethoven-túlkun okkar tíma.“ Vänskä hefur hljóðritað fyrir sænska forlagið BIS um áratugaskeið, meðal annars tvo hljómdiska með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hafa hlotið afbragðs dóma á heimsvísu.

Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands segir:

„Osmo Vänskä er einn af þeim hljómsveitarstjórum sem hefur stuðlað hvað mest að listrænni þróun hljómsveitarinnar. Sem aðalhljómsveitarstjóri árin 1993-1996 sýndi hann hljómsveitinni hvað í henni bjó og setti henni háleit listræn markmið. Við vildum heiðra Osmo og hans störf með hljómsveitinni og því er það gleðiefni að hann hafi þegið stöðu heiðursstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sem slíkur er tryggt að hljómsveitin mun eiga í nánu samstarfi við hann um ókomna tíð. Fyrir er Vladimir Ashkenazy aðalheiðursstjórnandi. Það er mögulega þroskamerki hjá hljómsveitinni að tveir heiðursstjórnendur séu nú tengdir starfi hennar, en varla er hægt að hugsa sér betri liðsstyrk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.“

Osmo Vänskä mun stjórna tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld sem bera yfirskriftina, Föstudagsröðin: Fiðrildi og finnskir skógarEinleikari á tónleikunum er Sæunn Þorsteinsdóttir, sellóleikari. Hægt er að nálgast miða hér.