Ekkert fannst
Tónleikum Víkings Heiðars Ólafssonar hefur verið fundin ný dagsetning og verða nú í Eldborg dagana 9., 10. og 11. október næstkomandi. Leikið verður án hlés svo gestum á mismunandi sóttvarnarsvæðum sé ekki stefnt saman á neinum tímapunkti.
Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut í vikunni hin virtu þýsku tónlistarverðlaun; Opus Klassik sem píanóleikari ársins, annað árið í röð. Að þessu sinni var hann verðlaunaður fyrir upptöku sína á verkum frönsku tónskáldanna Debussy og Rameau sem hefur hvarvetna hlotið einróma lof. Víkingur mun flytja þessa sömu efnisskrá á langþráðum opnunartónleikum Listahátíðar í Reykjavík.
Til þess að bæta tónleikagestum upp biðina verður boðið upp á samhliða beina útsendingu á Facebook-síðum Listahátíðar í Reykjavík og Hörpu þar sem Víkingur mun leika valin verk af efnisskránni á heimili sínu og spjalla við tónleikagesti heima í stofu. Viðburðurinn hefst kl. 17 á sunnudaginn 6. september næstkomandi.