Ekkert fannst
Strengjaleikarar hljómsveitarinnar leika barokktónlist eftir Corelli og Händel
Föstudaginn 18. október kl. 12 leikur strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands á ókeypis hádegistónleikum í Norðurljósum. Á tónleikunum flytur sveitin þætti úr konsertum eftir þá Corelli og Händel undir stjórn enska fiðluleikarans Matthews Truscott, sem hefur getið sér gott orð sem konsertmeistari upprunasveitarinnar Orchestra of the Age of Enlightenment.
Tónleikarnir sem hefjast kl. 12 eru um 35 mínútur og eru tilvalin tónlistarstund í hádeginu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Nánar um tónleikana
Facebook-viðburður