x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Opnir hádegistónleikar í Eldborg

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur verk eftir Tsjajkovskíj og Önnu Þorvaldsdóttur

Fimmtudaginn 31. október kl. 11:45 býður Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á opna hádegistónleika í Eldborg. Þar leikur hljómsveitin fjórðu sinfóníu Tsjajkovskíjs og Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskáld hljómsveitarinnar, en verkin eru meðal þeirra verka sem flutt verða á tónleikaferð sveitarinnar til Þýsklands og Austurríkis í nóvember.

Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason en hann hefur hlotið mikla athygli undanfarin ár bæði fyrir tónlist sína og hljómsveitarstjórn. Nýjasta verk sitt samdi Daníel fyrir Fílharmóníusveit Los Angeles í tilefni 100 ára afmælis hennar og var það frumflutt í síðustu viku. Daníel var á árunum 2015–2018 staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands og gegnir nú stöðu aðalgestastjórnanda.

 

Tónleikarnir sem hefjast kl. 11:45 eru um 75 mínútur án hlés. Aðgangur er ókeypis – ekki þarf að sækja aðgangsmiða þar sem sætaval er frjálst. Allir eru velkomnir á þessa tónlistarstund í hádeginu.

 

Nánar um tónleikana hér

Hér má sjá viðburðinn á Facebook

Tónlistin á Spotify