x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Óperudraugurinn í Eldborg um helgina

Mynd: Mummi Lú

Söng­leik­ur­inn The Phantom of the OperaÓperu­draug­ur­inn, eft­ir Andrew Lloyd Webber, verður frum­flutt­ur í Eld­borg annað kvöld en verkið hef­ur ekki verið flutt áður hér á landi. Uppselt er á sýningarnar 17. og 18. febrúar

Þetta einstæða stórvirki tónlistarsögunnar eftir Andrew Lloyd Webber verður flutt af hópi okkar allra fremstu einsöngvara og leikara, auk 30 manna kórs, dansara og fullskipaðri hljómsveit SinfoniaNord. Verkið var frumflutt í London árið 1986 í leikstjórn Harold Prince, margverðlaunaðs stórmeistara breska leikhússins með búningum og leikmynd Mariu Björnsson, hönnuðar hinnar mögnuðu grímu Óperudraugsins, sem fyrir löngu er orðin heimsþekkt táknmynd verksins.

The Phantom of the Opera er vinsælasti söngleikur heims. Meira en 130 milljón áhorfendur í 145 borgum 27 landa um víða veröld hafa notið þessa meistarastykkis á sviði. Phantom er langlífasta sýningin í sögu Broadway og eru sýningar þar löngu orðnar fleiri en tíu þúsund talsins. Söngleikurinn byggir á skáldsögu Gaston Leroux, Le Fantôme de l’Opéra. Þar segir frá söngkonunni Christine Daaé og sambandi hennar við dularfullan og ógnvekjandi tónlistarsnilling sem býr í víðfeðmu völundarhúsi undir óperuhúsi í París.

Með hlut­verk draugs­ins í upp­færsl­unni í Hörpu fer Þór Breiðfjörð en Val­gerður Guðna­dótt­ir fer með hlut­verk Christ­ine Daaé. Elm­ar Gil­berts­son fer með hlut­verk Ra­ouls og Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir, Diddú, með hlut­verk Car­lottu Guiudicelli.

Örfáir miðar eru eftir á aukasýningu þann 24. febrúar. Upplifðu vinsælasta söngleik í heimi í allri sinni dýrð í kraftmikilli sviðsuppfærslu sem lætur engan ósnortinn.