x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Ólafur Elíasson

Nýr Velgjörðarsendiherra Sameinuðu Þjóðanna

Photo: Brigitte Lacombe, 2016. © 2016 Olafur Eliasson

Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið gerður að velgjörðarsendiherra loftslagsmála hjá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna.  Ólafur, sem  hannaði glerhjúp Hörpu ásamt Henning Larsen, er sá fyrsti til þess að fá þessa nafnbót frá Sameinuðu Þjóðunum. Samkvæmt tilkynningu frá þeim er Ólafur virtur fyrir listsköpun sína og viðleitni til að efla sjálfbæra þróun, með sérstakri áherslu á endurnýjanlega orku og loftslagsaðgerðir. Eitt af hlutverkum Ólafs verður að vekja athygli á og auka stuðning við baráttuna gegn yfirstandandi loftslagsvá með listaverkum, sem eru til þess fallin að gefa endurnýjanlegum orkugjöfum byr í seglin, draga úr losun koltvísýrings og stuðla að verndun umhverfisins um ókomna tíð.

Þegar Ólafur Elíasson hannaði glerhjúpinn sem umlykur Hörpu hafði hann eftirfarandi að segja:

Þegar ég hannaði glerhjúp Hörpu með arkitektunum reyndi ég að búa til flöt sem myndi bæði bera vott um og verða hluti af íslensku umhverfi. Ég er stoltur af þátttöku minni í verkefninu og hef trú á því að Harpa muni marka leiðina að bjartari framtíð fyrir landið.

Ólafur er búsettur í Kaupamannahöfn og Berlín en sýningar hans og listaverk hafa vakið heimsathygli. Hann er til að mynda núna með sýningu í hinu fræga Tate Modern í London, þar sem farið er yfir það sem Ólafur hefur gert undanfarin ár. Sú sýning hefur fengið frábæra dóma og verður hún til sýnis þangað til 5 janúar 2020.

Harpa óskar Ólafi innilega til hamingju með nýja hlutverkið sem velgjörðarsendiherra loftslagsmála hjá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna.