Ekkert fannst
Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir nýja og fjölbreytta haustdagskrá. Vegna kórónuveirunnar verður ekki unnt að halda í fyrri áform um tónleikahald sveitarinnar, sem gerðu ráð fyrir fjölda erlendra hljómsveitarstjóra og einleikara. Þess í stað mun Sinfóníuhljómsveitin halda ellefu tónleika sem verða um klukkustund án hlés og spannar efnisskráin vítt svið tónlistar.
Miða- og kortasala er hafin
Með því að kaupa miða á tvenna tónleika eða fleiri tryggirðu þér besta verðið með 20% afslætti. Hægt er að kaupa kort hér á vefnum eða í miðasölu Hörpu í netfangið midasala@harpa.is og í síma 528-5050.
Kaupa áskrift
Skoða dagskrá