Ekkert fannst
Nú þegar hausta tekur og dagarnir styttast sendir Sigur Rós frá sér tilkynningu um fyrstu listamennina sem staðfestir hafa verið á Norður og niður hátíðinni í Hörpu. Um er að ræða veigamikla listahátíð sem Sigur Rós stendur fyrir frá 27. til 30. desember þar sem vinir og samverkafólk hljómsveitarinnar munu koma fram í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má í Hörpu.
Jarvis Cocker (UK) Kevin Shields (My Bloody Valentine) (UK) Stars of The Lid (US) Dan Deacon (US) Julianna Barwick (US) Sin Fang, Sóley and Örvar Smárason (IS) JFDR (IS) Hugar (IS) … Og margir fleiri!
Komdu og gakktu til liðs við vini og vandamenn Sigur Rósar og taktu þátt í þessu stórkostlega partíi milli jóla og nýárs. Harpa verður smekkfull af gleði og ótrúlegum uppákomum!
Miðasala hefst 28. september.