Ekkert fannst
Ríflega 2.000 nemendur frá 27 bæjarfélögum um land allt horfðu á beint streymi frá skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í dag en í vikunni tók hljómsveitin á móti um 6.000 nemendum á skólatónleikum í Hörpu.
Tónleikagestum og áhorfendum streymisins var boðið í tímaflakk í tónheimum þar sem Sinfóníuhljómsveitin flutti sig eftir tímaás tónlistarsögunnar og staldrar við merk kennileiti.
Hljómsveitarstjóri var Michelle Merill og leiðsögumenn í þessum tónlistarleiðangri voru þau Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson.