x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Myrkir músíkdagar 2018

25.- 27. janúar

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er áhersla hátíðarinnar að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur. Hátíðin fer fram víðsvegar um borgina dagana 25.-27. janúar. Setning hátíðarinnar fer fram í Norðurbryggju klukkan 16:30 þann 25. janúar og er aðgangur ókeypis. Eftirfarandi tónleikar fram í Hörpu:

25. janúar 

Opnunarathöfn – Norðurbryggja 16:30
Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélag Íslands og Gunnar Karel Másson, listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga 2018 bjóða gesti velkomna. Léttar veitingar verða í boði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 

Elbag kammersveitin  – Kaldalón 17:00
Elblag kammersveitin er ein yngsta kammersveit Póllands af sinni tegund, en hún var stofnuð árið 2007. Meðlimir sveitarinnar eru hæfileikaríkt, ungt tónlistarfólk, sem hafa útskrifast úr bestu tónlistarakademíum Póllands (Gdansk, Varsjá, Katowice), verðlaunahafar í einleiks- og kammertónlistarkeppnum.

Ungsveitin á Myrkum – Opin rými 17:30
Verkið Sila eftir John Luther Adams er samið fyrir hóp flytjenda sem er dreift um stórt rými, áheyrendur geta gengið um og fundið sér þann stað sem þeim hentar best. „Þetta er tónlist sem andar“ segir tónskáldið; hver einasti flytjandi er einleikari sem flytur sína rödd á þeim hraða sem viðkomandi þykir fara best. Allir eru velkomnir að upplifa þetta magnaða tónverk sem Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Kór tónlistardeildar LHÍ flytja í anddyri Hörpu undir leiðsögn Daníels Bjarnasonar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 

Sæunn og Víkingur á Myrkum – Sinfóníuhljómsveit Íslands – Eldborg 19:30
Íslensk samtímatónlist hefur verið í brennidepli víða um heim undanfarin misseri. Í febrúar 2017 var haldin Íslandsvika í hinni nývígðu tónleikahöll Elbphilharmonie í Hamborg og í apríl hélt Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles 10 daga hátíð sem helguð var íslenskri tónlist. Í báðum tilvikum voru pöntuð ný íslensk tónverk og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum hljóma þau í fyrsta sinn hér á landi. Stjórnandi tónleikanna er Daníel Bjarnason.

After Still Park – Hörpuhorn 22:00
Efnisskrá: Erik DeLuca – Triple Duet and Friends (2018) 10’ – Frumflutningur / Satoshi Ashikawa – Still Park (1981) 12’/ Jesper Pedersen – Tethys (2018) 12′- Frumflutningur

Flytjendur:
Katie Buckley & Elísabet Waage: Hörpur
Anna Guðný Guðmundsdóttir & Snorri Sigfús Birgisson: Píanó
Frank Aarnink & Matt Evans: Víbrófónar og slagverk
Anna Signý Sæmundsdóttir: Flauta
Berglind María Tómasdóttir: Flauta
Erik DeLuca: Gítar
Alison MacNeil: Gítar
Jesper Pedersen: Hljóðgervill
Friend Choir

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 

26. janúar

Yrkja uppskerutónleikar – Sinfóníuhljómsveit Íslands – Norðurljós 12:00
Yrkja er samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana og tónlistarhópa. Verkefnið miðar að því að búa tónskáld undir starf í faglegu umhverfi hjá hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum. Daníel Bjarnason, staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hefur veg og vanda af verkefninu. Hann leiðir vinnustofur með tónskáldunum og stjórnar auk þess tónleikunum þar sem verkin hljóma fullmótuð. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 

27. janúar

Trondheim Sinfonietta – Norðurljós 19:00
Trondheim Sinfonietta fagnar nú 20 ára afmæli sínu með framsækinni spektral tónlist eftir norska tónskáldið L. Thoresen og yfirnáttúrulegu stjórnenda-hanska-kerfi Hilmars Þórðarsonar, CONDIS. Gleðskapurinn heldur síðan áfram út í hið óendanlega með verkinu „Main Drag” eftir F. Rzewski. Hin norska Trondheim Sinfonietta samanstendur af tónlistarfólki sem hefur það að megin markmiði að kanna nýja, ferska og ögrandi tónlist.

Kammersveit Reykjavíkur og Elblaska kammersveitin – Norðurljós 21:00
Kammersveitin Elblaska Orkiestra Kameralna frá Póllandi og Kammersveit Reykjavíkur sameinast undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar á lokatónleikum Myrkra músíkdaga. Öll verkin á efnisskránni verða frumflutt, þrjú þeirra á heimsvísu og tvö á Íslandi.