x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Söngvarakvöld Múlans

Á næstu tónleikum Múlans, sem að þessu sinni fara fram í Kaldalónssal Hörpu, mun Ragnheiður Gröndal fá til sín góða gesti á söngvarakvöldi Múlans. Flutt verður dagsskrá sérstaklega hönnuð fyrir kvöldið sem samanstendur af sígildum jazzlögum, lögum úr söngleikjum og spuna. Söngkonurnar Hallveig Rúnarsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Sigríður Thorlacius koma fram ásamt Ragnheiði og Guðmundi Péturssyni gítarleikara og Kjartani Valdemarssyni sem leikur á píanó.

Spennandi haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram á miðvikudagskvöldum á Björtulöftum, Hörpu með 11 tónleikum til 6. desember. Flestir af helstu jazzleikurum þjóðarinnar koma fram í dagskránni. Múlinn er á sínu 21. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram í Kaldalóni og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur, öryrkja og eldri borgara.

Hægt er að kaupa miða hér