x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Menningarnótt í Hörpu 2017

Ókeypis viðburðir

Verið velkomin í Hörpu laugardaginn 19. ágúst á Menningarnótt. Stórskemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna og ókeypis aðgangur á alla viðburði!

Eldborg 2. hæð

15:00   Sinfóníuhljómsveit Íslands – Fjölskyldutónleikar
Á þessum fjölskyldutónleikum má heyra brot af þeirri fjölbreyttu og skemmtilegu dagskrá sem í boði er í áskriftaröðinni Litla tónsprotanum. Tónleikagestir fá smjörþefinn af fjörugum sönglögum og hressilegum hljómsveitarslögurum sem fylla Eldborg af tilhlökkun yfir komandi tónleikavetri. Góðir gestir koma í heimsókn og spreyta sig á tónlist tengdum ævintýrum og hrekkjalómum og Drekanum sem býr innra með okkur öllum. Hver veit nema að einhver ungur og efnilegur hljómsveitarstjóri taki við tónsprotanum af Bernharði Wilkinsyni og stjórni Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgast miða frá kl. 11:00 á tónleikadegi í miðasölu Hörpu.

17:00   Sinfóníuhljómsveit Íslands – Rómeó og Júlía
Rómeó og Júlía er ein áhrifamesta ástarsaga allra tíma og hefur orðið ótal listamönnum innblástur í nýja sköpun. Meðal þeirra eru rússnesku tónskáldin Tsjajkovskíj og Prokofíev sem báðir hafa byggt glæsileg og hádramatísk tónverk á harmleiknum um elskendurna frá Veróna.Hér hljómar þessi frábæra tónlist undir stjórn hinnar kanadísku Keri-Lynn Wilson sem á ættir að rekja til Íslands en stjórnar við tónleikahallir og óperuhús víða um heim. Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgast miða frá kl. 11:00 á tónleikadegi í miðasölu Hörpu.

19:30    Stórsveit Reykjavíkur
Stórsveit Reykjavíkur hefur alla tíð leitast við að hafa verkefnaval sitt fjölbreytt. Auk nýrrar tónlistar, bæði innlendrar og erlendrar, hefur hljómsveitin flutt sögulegar efnisskrár tengdar einstökum höfundum og hljómsveitum. Stórsveitin kynnir glæsilegt starfsár sitt í Hörpu.

Norðurljós 2. hæð

14:00   Súkkulaðikökuópera
Bon Appétit! er gómsæt súkkulaðikökuópera eftir bandaríska tónskáldið Lee Hoiby þar sem sjónvarpskokkurinn frægi, Julia Child, kennir áhorfendum að baka franska súkkulaðiköku. Guja Sandholt fer með hlutverk Juliu Child og Heleen Vegter leikur með á píanó. Árni Ólafur, sjónvarpskokkurinn knái úr Hinu blómlega búi verður þeim stöllum innan handar og passar að ekkert fari úrskeiðis.

14:45   Reykjavík Classics – Svanur Vilbergsson leikur á gítar
Svanur Vilbergsson er talinn meðal efnilegustu klassísku gítarleikara sinnar kynslóðar. Hann hefur haldið einleikstónleika víða um heim, m.a. í Bandarikjunum, Hollandi, Spáni, Englandi, Belgíu og Írlandi. Reykjavík Classics er sumartónleikaröð í Hörpu þar sem margir af fremstu klassísku tónlistarmönnum Íslands koma fram. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Nína Margrét Grímsdóttir.

15:15   Perlur íslenskra sönglaga
Á tónleikunum fá áheyrendur að hlýða á íslenska söngtónlist, þekkta og minna þekkta. Fluttar eru perlur íslenskra sönglaga, þjóðlög, sálmar og ættjarðarsöngvar. Tónleikar í þessari röð eru komnir á fjórða hundraðið og hafa verið fastur liður í sumardagskrá Hörpu frá opnun hússins. Listrænn stjórnandi tónleikanna er óperusöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson. Flytjendur á tónleikunum eru Eyrún Unnarsdóttir sópran, Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari.

16:00   Frönsk kaffihúsalög
Þegar frönsk dægurlög frá miðbiki 20. aldarinnar hljóma, verða brýrnar í París og Notre Dame ljóslifandi í huganum. Ilmi af laufskrúði á vori bregður fyrir vitin, enda eru þessi lög löngu orðin sígild. Hvert einasta mannsbarn kannast við La Vie en Rose og Sous le ciel de Paris, þó að allir viti ekki endilega hvað þau heita. Þau Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Bergþór Pálsson ásamt Kjartani Valdemarssyni, píanóleikara flytja nokkur af þessum ilmandi lögum. Aldrei er að vita nema Kjartan taki upp nikkuna svo að við svífum þöndum vængjum í huganum alla leið á græna flöt við Vosges torgið með baguette og ostbita í körfu.

17:00   Óperuakademía unga fólksins
Á menningarnótt verður í Norðurljósum fjörug og skemmtileg sýning þar sem nemendur sumarnámskeiðs Óperuakademíu unga fólksins syngja léttar aríur og dúetta. Sýningin heitir Hormónar, himnaríki og heitar ástir og er eftir Erlu Ruth Harðardóttur. Þátttakendur eru á aldrinum 15 til 21 árs.

Kaldalón 1. hæð

13:00   Blúshátíð í Reykjavík
Strákarnir hans Sævars og Lame Dudes koma fram

14:30   BlackboxRed og The Small Print – Sérvaldar ungmennahljómsveitir
Stage Europe Network sendir fulltrúa sína til að taka þátt í Menningarnótt og kynna í samvinnu við Hörpu og Hitt Húsið hljómsveitirnar: BlackboxRed frá Hollandi og THE SMALL PRINT frá Frakklandi. Stage Europe Network eru samtök aðila frá 7 löndum sem vinna með efnilegum hljómsveitum.

BlackboxRed er dúó sem samanstendur af stelpu og strák sem eru ekki neitt voðalega lágvær heldur, hávær, hröð og tryllt þegar þau birtast á sviðinu. Eva pyntar gítarinn á meðann Stefan lemur miskunnarlaust trommurnar og gefur ekkert eftir. Innblástur sækja þau í hljómsveitir á borð við The Dead Weather, Crystal Castles og The Joy Formidable.

The Small Print er pop,punk,rokk hljómsveit frá Marseille í Frakklandi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 og áhrifavaldar þeirra eru hljómsveitir á borð við Green Day, Sum 41,Blink 182, og Muse og Paramore. Hljómsveitin vann CLASS’EuROCK 2017 sem er sambærileg tónlistakeppni og Músíktilraunirnar eru hérlendis.

16:00   Færeysk tónlistaratriði
Fram koma Danny & the Veetos, Guðrið Hansdóttir og Stanley Samuelsen.

Hörpuhorn 2.hæð

13:00   Íslenska óperan
Búningasýning og heimur íslensku óperunnar kynntur

13:30   Blásarahópur – Tónlistarhátíð unga fólksins
Tónlistarhátíð unga fólksins er hugmynd og framkvæmd ungra tónlistarnema. Markmið hátíðarinnar er að standa fyrir metnaðarfullum námskeiðum í tónlist og skapa vettvang fyrir ungt tónlistarfólk til að tjá list sína á tónleikum. Tónlistarhátíð unga fólksins heldur upp á 10 ára afmæli sitt í ár.

14:05   Vinir Jónsa syngja
Kórstjórinn og organistinn Jón Stefánsson féll frá á síðasta ári. Hann stjórnaði Kór Langholtskirkju, Graduale Nobili, Kammerkór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju, að auki var hann faglegur stjórnandi Kórskóla Langholtskirkju. Jón Stefánsson var mikilsvirtur tónlistarmaður og hafði áhrif á mótun kirkjutónlistar og kirkjustarfs hér á landi. Nokkrir vinir Jónsa syngja uppáhaldslög í minningu hans.

14:30   Þyrnirós eftir Tchaikovsky
Ballerínur frá Klassíska Listdansskólanum dansa Rauðhettuatriðið úr Þyrnirós, haustballett Hörpu.

15:30   Sönghópurinn Spectrum
Spectrum er sönghópur sem í er kraftmikið söngfólk á öllum aldri, úr ólíkum geirum atvinnulífsins. Fjölbreytileiki, lífleg framkoma og flutningur metnaðarfullra útsetninga hefur einkennt hópinn, en hann hefur nú starfað í fjórtán ár.

16:05   Þyrnirós eftir Tchaikovsky
Ballerínur frá Klassíska Listdansskólanum dansa Rauðhettuatriðið úr Þyrnirós, haustballett Hörpu.

16:30   Strengjasveit – Tónlistarhátíð unga fólksins
Tónlistarhátíð unga fólksins er hugmynd og framkvæmd ungra tónlistarnema. Markmið hátíðarinnar er að standa fyrir metnaðarfullum námskeiðum í tónlist og skapa vettvang fyrir ungt tónlistarfólk til að tjá list sína á tónleikum. Tónlistarhátíð unga fólksins heldur upp á 10 ára afmæli sitt í ár.

Flói 1.hæð

13:00   Nemendatónleikar – Tónlistarhátíð unga fólksins
Tónlistarhátíð unga fólksins er hugmynd og framkvæmd ungra tónlistarnema. Markmið hátíðarinnar er að standa fyrir metnaðarfullum námskeiðum í tónlist og skapa vettvang fyrir ungt tónlistarfólk til að tjá list sína á tónleikum. Tónlistarhátíð unga fólksins heldur upp á 10 ára afmæli sitt í ár.

14:30   Litháenskir þjóðdansar og þjóðlög
Söngur og dans frá þremur etnógrafískum svæðum í Litháen. Kynning á þjóðbúningi Litháa. Litháíski þjóðdans- og söngflokkurinn „Uosinta“ var stofnaður árið 1979 í háskóladeild Kaunas sem tilheyrir Vilnius háskólanum. Í flokknum dansa og syngja yfir 20 nemendur, útskriftarnemendur og prófessorar af mismunandi sviðum háskólans. Litháíski þjóðdans- og söngflokkurinn leggur mikla áherslu á gamaldags dans, söng og tónlistarhefðir Litháa.

16:00   Háskóladansinn sýnir og kennir dansa
Háskóladansinn er dansfélag fyrir alla sem elska dans. Gestum og gangandi er boðið að koma og fylgjast með eða læra swing&rock’n’roll, lindy hop eða west coast swing dansa.

Norðurbryggja 1.hæð

13:00-17:00   Íslenska óperan – Krakkar með hatta
Kynning á starfsári og börn geta sett upp óperuhatta

14:00-17:00   Töfrahurð – Hljóðfærasmiðja og föndur
Töfrahurð er félag um víðtæka starfssemi sem snýr að tónlist fyrir börn og unglinga, hvort sem er tónleikar eða útgáfa. Hér gefst krökkum tækifæri til að smíða sín eigin hljóðfæri og prófa þau í sjálfu tónlistarhúsinu Hörpu.

Opin rými

14:40-16:00 Maxímús Músíkús og vinkona hans Petítla Pírúetta heilsa börnunum

Hörputorg

13:00   Cadillac
Cadillac klúbburinn sýnir glæsikerrur sínar

Kolabrautin 4. hæð

15:00   Múlakvintettinn
Haukur Gröndal – saxófónn, Ólafur Jónsson – saxófónn, Agnar Már Magnússon – píanó, Þorgrímur Jónsson – bassi og Scott McLemore – trommur. Fulltrúar jazzklúbbsins Múlans, sem staðsettur er í Björtuloftum Hörpu, leikur lög úr ýmsum áttum, m.a. Jón Múli, Parker, Henderson, Tristano og fl. Tilvalið að tylla sér á Kolabrautarbarinn og hlýða á smá jazz.

K1 og K2 Kjallari

10:00-18:00   Opið verður í Expó skálann
Í skálanum er sýnd 15 mínútna íslensk kvikmynd framleidd af Sagafilm, þar sem íslenskri náttúru er varpað á fjórar hliðar og loft skálans og myndar þannig tening utan um gesti. Yfir 3 milljónir manna hafa séð kvikmyndina, en markmið hennar er að skapa einfalda og áhrifaríka undraveröld sem fær gesti til að nema staðar, draga djúpt að sér andann og upplifa Ísland í návígi.

12:00 -15:00  Portrait
Innsetning Ingibjargar Friðriksdóttur í tengslum við tónlistarhátíðina UNM (Ung nordisk musik)

12:00-18:00  Om-kvörnin
Innsetning Péturs Eggertssonar í tengslum við tónlistarhátíðina UNM (Ung nordisk musik). Listamaður fremur gjörning klukkan 14:00