x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Meiri jazz móti hækkandi sól

Múlinn jazzklúbbur heldur áfram að bjóða upp á glæsilega dagskrá í Hörpu

Múlinn Jazzklúbbur býður upp á glæsilega dagskrá með vikulegum tónleikum í Hörpu. Tónleikadagskrá Múlans er bæði metnaðarfull og fjölbreytt. Gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt jazzlíf þar sem allir straumar og stefnur eiga heima.

Tryggðu þér miða í tíma – takmarkað magn í boði.

 

3. febrúar – Gammar, útgáfutónleikar

Íslenska jazzrokksveitin Gammar hefur verið með fremstu sveitum sinnar tegundar um árabil. Hljómsveitin hefur verið atkvæðamikil í jazz-rokk tónlistinni á Íslandi og gefið út 3 hljómplötur með frumsömdu efni hljómsveitarmeðlima. Undanfarin misseri hefur hljómsveitin hljóðritað nýtt efni og var útgáfudagurinn 14. október s.l. á öllum helstu miðlum og eru þessir tónleikar í tilefni af því.

Kaupa miða

10. febrúar – Ari Bragi Kárason kvintett

Á þessum tónleikum fær trompetleikarinn Ari Bragi Kárason með sér í lið þéttskipaðan hóp sem leikur jafnt í sókn og vörn. Á dagskrá hljómsveitarinnar eru lög úr ýmsum áttum jazzheimsins en auk þess sem leikin verða lög eftir Ara Braga. Kraftmikil og fjölbreytt dagskrá.

Kaupa miða


17. febrúar – ADHD

Þrátt fyrir undarlegt ástand síðustu misseri, þá hafa þeir félagar í ADHD ekki setið auðum höndum, hafa m.a. tekið upp nýtt efni á tilvonandi plötu og farið í hljómleikaferðalag um Þýskaland. Á efnisskránni verða lög, sum glæný, önnur eldri, en gaman er að segja frá því að þessi nýju lög koma út á plötu innan tíðar.

Kaupa miða

 

24. febrúar – Kvartett Sigurðar Flosasonar spilar Charlie Parker

Kvartettinn mun hylla saxófónsnillinginn Charlie Parker, einn áhrifamesta jazztónlistarmann allra tíma, en hann hefði orðið 100 ára á síðasta ári. Hér verða fluttar þekktar tónsmíðar meistarans í bland við jazz standarda sem hann hljóðritaði á sínum tíma.

Kaupa miða

 

3. mars – Kvintett Andrésar Þórs

Gítarleikarinn Andrés Þór leiðir hér kvintett sinn sem er skipaður einvala liði hljóðfæraleikara í gegnum nýjar og nýlegar tónsmíðar sínar. Tónlistin sækir áhrif sín víðs vegar að, allt frá þjóðlagatónlist ýmiskonar til nostalgískrar rokktónlistar og er steypt í mót nýmóðins beinstefnujazztónlistar.

Kaupa miða

Selt er í númeruð sæti og fjarlægð milli gesta tryggð.  Ekkert hlé er á tónleikunum og veitingasala ekki opin.