x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Meet in Reykjavík Ambassadorar skila tugmilljörðum í gjaldeyristekjur

Á árlegum kynningarviðburði Sendiherrar Meet in Reykjavík(Ráðastefnuborgin Reykjavík) sem haldinn var í síðustu viku kom fram að mikill efnahagslegur og þekkingarlegur ávinningur liggur í starfi ráðstefnuambassadora borga víðs vegar um heim. Í Glasgow, heimaborgScott Taylor, eins frummælanda viðburðarins leggur borgin og ríkið til dæmis 230 milljónir árlega til þess eins að styrkja alþjóðlegar ráðstefnur ef þær koma til Glasgow. Þar er rekið gríðarlega öflugt net ambassadora sem ýta undir að alþjóðlegar ráðstefnur verði haldnar í borginni. Glasgow státar af 80% heilsársnýtingu hótelherbergja og eru 20% bókuð vegna ráðstefnugesta. Útreikningar þar í borg sýna að ráðstefnugestir eyða um þriðjungi meira en hinn almenni ferðamaður. Glasgow sér þríþættan ávinning af alþjóðlegu ráðstefnuhaldi. Í fyrsta lagi betri arðsemi og nýtingu innviða í ferðaþjónustu, í öðru lagi eru ráðstefnur lyftistöng fyrir háskóla og fræðasamfélagið og í þriðja lagi styðja ráðstefnur lykiliðnað eða svið sem eru þjóðhagslega mikilvæg.

Meet in Reykjavík starfrækir Ambassadorklúbb, svipaðan því sem gerist erlendis og hefur það hlutverk að laða að ráðstefnur eða stærri viðburði til landsins. Ambassadorarnir koma meðal annars úr atvinnulífinu og fræða-, menningar-,  og íþróttasamfélaginu og eiga það sameiginlegt að vera vel tengdir erlendis inn í samtök, fyrirtæki eða samsteypur. Samantekt á 70 ráðstefnuverkefnum unnum fyrir tilstuðlan Meet in Reykjavík ambassadora leiddi í ljós að ráðstefnur þeirra drógu til sín 37.000 gesti til Íslands og skiluðu um það bil 15 milljörðum í gjaldeyristekjur.

Á viðburðinum tóku ennfremur til máls borgarstjórinn í Reykjavík Dagur B. Eggertsson sem flutti opnunarræðu viðburðarins og fjallaði um tækifæri Reykjavíkur sem ráðstefnuborg. Fyrrverandi forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hélt erindi um nýsköpun á ráðstefnumarkaði  og var jafnframt heiðraður fyrir hve ötullega hann hefur í forsetatíð sinni kynnt Ísland sem frábæran áfangastað fyrir ráðstefnur og fundi, og ekki síst fyrir Hringborð Norðurslóða – Arctic Circle sem haldið er árlega í Hörpu.

Á viðburðinn mættu 160 núverandi og tilvonandi Meet in Reykjavík ambassadorar sem kynntu sér þá aðstoð og markaðsefni sem þeir geta fengið. Harpa var lykilþáttur í stofnun Meet in Reykjavík á sínum tíma.

dr-_scott_taylor