x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Matarmarkaður Búrsins

Helgina 3.-4. mars

Matarmarkaður Búrsins verður haldin nú um helgina í Hörpu og verður opið bæði laugardag og sunnudag frá kl. 11 til kl. 17.

Á markaðnum eru samankomnir allskyns framleiðendur með ólíkar vörur. Bændur, sjómenn og smáframleiðendur, allir illa þjakaðir af matarframleiðsluást.

Matarmarkaðurinn rekur sögu sína til ársins 2011. Hefur alltaf verið afar vel sóttur og óhætt er að fullyrða að það skapist alveg einstök stemning þar sem svona mikið af frumkvöðlum í matargerð koma saman. Fjölmargar matartegundir verða til sýnis og sölu á matarmarkaðinum, reykt grálúða, beinasoð, gerjað te, hrútaberjasýróp og kranastél verða í boði á Matarmarkaðnum ásamt svo miklu miklu fleiru. Sætt, súrt og safaríkt.