x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

"Maria Joao Pires er í flokki fremstu píanóleikara heims"

Víkingur Heiðar Ólafsson

Portugalski píanóleikarinn Maria João Pires lék síðast á Íslandi árið 2011, en þá lék hún einleik í Eldborg ásamt Maxim Vengerov. Tónleikarnir voru mjög eftirminnilegir enda Maria einn fremsti píanisti heim. Það er því sönn ánægja að fá hana aftur landsins, nú með sóló tónleika í Norðurljósum 11. desember.

Maria João Pires hefur verið lengi að en hún vakti fyrst athygli árið 1970 þegar hún vann hin virtu keppnisverðlaun Beethoven Bicentennial í Brussel. Hún hefur leikið með fjölmörgum sinfóníuhljómsveitum í evrópu, ameríku, Kanada, Ísrael, Japan og spilað þar helstu verk eftir  Bach, Beethoven, Schumann, Schubert, Mozart, Brahms, Chopin og fleiri.

Það hafa margir beðið eftir komu Maria Pires aftur til landsins þar á meðal einn okkar fremstu tónlistarmanna, Víkingur Heiðar Ólafsson, sem hafði þetta að segja um tónleikana næstu helgi:

Maria Joao Pires er í flokki fremstu píanóleikara heims, þekkt fyrir einstaka sýn og ljóðræna túlkun. Ég flýg sérstaklega heim til að ná þessum tónleikum með henni, þetta er viðburður sem ég vil fyrir alla muni ekki missa af.

 

Efnisskráin inniheldur píanósónata nr. 32 í c-moll, op. 111 eftir Beethoven og píanósónata nr. 21 í B-dúr, d. 960 eftir Schubert.

Hægt er að kaupa miða með því að smella hér