x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Mannauðsstjóri ráðinn í Hörpu

Elín Gränz ráðin mannauðsstjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss

Elín Gränz hefur verið ráðin mannauðsstjóri Hörpu og var valin úr stórum hópi umsækjenda.

Elín lauk grunnnámi í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2001, MBA námi frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn 2006 og var í meistaranámi í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands 2009 – 2011.  Elín útskrifaðist jafnframt sem stjórnendamarkþjálfi frá Opna háskólanum og Coach University vorið 2018.

Síðustu 12 ár hefur Elín starfað hjá Opnum kerfum í margvíslegum hlutverkum eins og ráðgjöf í CRM og gæðamálum, forstöðumaður verkefnastýringar, forstöðumaður gæða og öryggismála og framkvæmdastjóri mannauðssviðs og innri þjónustu frá 2011.  Í janúar 2018 tók hún jafnframt við starfi framkvæmdastjóra vöru- og hugbúnaðarsviðs samhliða starfi mannauðsstjóra.  Þar áður starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá Intrum Justitia og rak eigin sportvöruverslun.

Elín hefur jafnframt verið virk í félagsmálum og er meðal annars einn stofnenda Vertonet – hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni og verið í stjórn Mannauðs – félags mannauðsfólks á Íslandi, viðskiptanefnd FKA og Leiðtogaauði.

 

„Það er virkilega spennandi að fá tækifæri til að byggja upp og móta mannauðsumhverfi Hörpu sem er eitt af menningardjásnum Þjóðarinnar með því hæfileikaríka fólki sem þar er við störf“    

ElíGränz um ráðninguna.

 

Hjá Hörpu starfar frábær hópur starfsfólks sem heldur úti afar fjölbreyttri starfsemi, en á síðasta ári voru haldnir um 1.500 viðburðir og heimsóknir í Hörpu urðu rúmlega 2 milljónir. Verkefni mannauðsstjóra Hörpu verða m.a. að móta nýtt og spennandi starf, leiða vinnu við þróun og framkvæmd mannauðsstefnu félagsins, innleiðingu jafnlaunavottunar, hafa umsjón með starfsþróunar- og fræðslumálum og taka þannig þátt í að efla Hörpu sem framúrskarandi vinnustað. Elín tekur til starfa 1. febrúar nk.