x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Ljósaganga UN Women

Ljósaganga UN Women fer fram sunnudaginn 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir.

Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er #hearmetoo. Á undanförnum árum hafa raddir þolenda kynferðisofbeldis og aðgerðarsinna gegn kynbundnu ofbeldi fengið hljómgrunn í gegnum byltingar á borð við #metoo og #timesup. Í Ljósagöngunni í ár heiðrar UN Women á Íslandi hinar fjölmörgu hugrökku raddir sem ljáð hafa byltingunni reynslu sína og frásagnir en einnig þær konur sem ekki búa við frelsi til að geta tjáð sig um misréttið sem þær eru beittar og neyðast til að bera harm sinn í hljóði.

Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir gönguna og flytur hugvekju. Sigrún Sif tók þátt í herferð UN Women á Íslandi Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Í myndbandi herferðarinnar sem fór eins og eldur um sinu netheima kom Sigrún ekki fram undir nafni en lánaði herferðinni sögu sína. Stuttu síðar steig hún fram til að undirstrika þau skilaboð að kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Sigrún Sif Jóelsdóttir er jafnframt ein kvennanna í hópnum metoo fjölskyldutengsl og mun leiða Ljósagöngu UN Women í ár í nafni allra þeirra kvenna sem þurft hafa að þola kynbundið ofbeldi.

Gangan hefst klukkan 17.00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar og gengið verður suður Lækjar-götu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og Skólakór Kársness flytur nokkur lög.

Kerti verða seld á staðnum á 500 kr.

UN Women á Íslandi hvetur alla til að mæta og sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi.