x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Ljósa­ganga UN Women

Appelsínugul Harpa í tilefni dagsins

Ljósa­ganga UN Women fer fram mánudaginn 25. Nóvember kl.17  á alþjóðleg­um bar­áttu­degi Sam­einuðu þjóðanna gegn kyn­bundnu of­beldi. Dag­ur­inn mark­ar upp­haf 16 daga átaks gegn kyn­bundnu of­beldi sem UN Women á Íslandi ásamt fjölda annarra öflugra félagasamtaka hér á landi eru í for­svari fyr­ir.

Yf­ir­skrift Ljósa­göng­unn­ar í ár er Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum, en Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands leiðir gönguna.

Í kjölfar MeToo hreyfingarinnar hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir tekið af skarið og lýst því yfir að kynbundið ofbeldi verði ekki liðið innan sinna veggja. Það er gríðarlega mikilvægt að vel unnin aðgerðaráætlun fylgi slíkum yfirlýsingum, svo ekki standi eftir orðin tóm. Skilvirk aðgerðaráætlun þarf að innihalda eftirfarandi atriði: algjört umburðarleysi gagnvart kynbundnu ofbeldi, þolenda-miðaða úrvinnslu í slíkum málum, þjálfun, sameiginleg markmið starfsfólks og öruggar tilkynningaleiðir. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana verða að tryggja að algjört umburðarleysi gagnvart kynbundnu ofbeldi og -áreitni verði að vinnustaðamenningu sem allt starfsfólk tileinkar sér.

Gang­an hefst klukk­an 17.00 á Arn­ar­hóli við styttu Ing­ólfs Arn­ar­son­ar og gengið verður suður Lækj­ar­götu, upp Amt­manns­stíg að Bríet­ar­torgi. Harpa verður lýst upp í app­el­sínu­gul­um lit, sem er tákn­rænn lit­ur fyr­ir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án of­beld­is. Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og Skólakór Kársness flytur nokkur lög.

Kerti verða seld á staðnum á 500 kr.

UN Women á Íslandi hvetur öll til að mæta og sýna samstöðu.