x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Listahátíð í Reykjavík

Fyrstu atriði kynnt

Þema Listahátíðar árið 2018 er HEIMA. Þemað skapar merkingarbært samhengi og dýpt í verkefnaval hátíðarinnar og tengir og speglar annars óskylda viðburði á áhugaverðan hátt. Heildar dagskrá verður tilkynnt í lok mars á næsta ári en búið er að kynna smá brot af því sem gestir hátíðarinnar geta átt von á. Hér má sjá þá viðburði sem búið er að tilkynna og munu fara fram hér í Hörpu.

NEW WORLDS
Kvikmyndaleikarinn heimsþekkti og ólíkindatólið Bill Murray kemur aðdáendum sínum enn einu sinni á óvart. Nú með samstarfi við þrjá afburða klassíska hljóðfæraleikara. Murray kynntist þýska sellóleikaranum Jan Vogler í flugvél fyrir nokkrum árum og varð þeim vel til vina. Fljótt kviknaði hjá þeim sú hugmynd að gera eitthvað saman og til varð kvöldskemmtunin New Worlds sem frumsýnd var síðastliðið sumar á Dresden hátíðinni í Þýskalandi en hefur auk þess farið í leikferð um Bandaríkin og vakið mikla lukku. Auk Murray og Vogler koma fram fiðluleikarinn Mira Wang og píanóleikarinn Vanessa Perez sem báðar eru stórkostlegir og líflegir flytjendur. Óvenjuleg blanda af klassískri evrópskri tónlist, úrvals bandarískum bókmenntatextum og sönglögum sem Murray eru sérstaklega kær.

Sýnt í Eldborg 14. & 15.júní 2018.

BROTHERS
Íslenska óperan mun sýna óperuna Brothers eftir Daníel Bjarnason í samstarfi við Den Jyske Opera og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík í júní 2018. Verkið sem fjallar um stríð, bræðralag og ástir, er byggt á samnefndri kvikmynd eftir Susanne Bier sem margir þekkja og textinn er eftir Kerstin Perski. Óperan, sem er fyrsta ópera tónskáldsins, var frumsýnd 16. ágúst sl. í Musikhuset í Árósum og fékk frábærar viðtökur áheyrenda og einróma lof gagnrýnenda. Leikstjóri uppfærslunnar er Kasper Holten sem lét nýverið af störfum sem óperustjóri Covent Garden, en um er að ræða sömu uppfærslu en flytjendur verða að langmestu leyti íslenskir listamenn.

Sýnt í Eldborg 9.júní 2018. 

MAHLER nr.2
Upprisusinfónía Mahlers er ein stórfenglegasta sinfónía allra tíma. Hljómsveitin er risastór og nýtur sín til fulls í tignarlegum hápunktum, auk þess kallar Mahler til leiks tvær söngkonur og blandaðan kór. Osmo Vänskä þekkir tónmál Mahlers betur en flestir aðrir og hefur nýverið hljóðritað sinfóníuna með Minnesota- hljómsveitinni.  Mótettukór Hallgrímskirkju er í fremstu röð íslenskra kóra og kemur hér fram í stækkaðri mynd eins og hæfir þessari risavöxnu sinfóníu. Þessir tónleikar eru stórviðburður sem enginn unnandi sinfónískrar tónlistar má missa af.  Söngkonurnar sem hér koma fram eru í fremstu röð á heimsvísu. Christiane Karg hefur um árabil vakið aðdáun fyrir silkimjúka og tæra sópranrödd sína, er fastagestur við Covent Garden og La Scala-óperuhúsin og hefur tvívegis unnið til hinna virtu Echo Klassik-verðlauna. Bandaríska mezzósópran-söngkonan Sasha Cooke sérhæfir sig í flutningi á tónlist Mahlers og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir túlkun sína á verkum hans

Sýnt í Eldborg 1.júní 2018.