x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

4.000 skólabörn í heimsókn í Hörpu í vikunni

Það var glatt á hjalla á skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Myndir frá Sinfóníuhljómsveit Íslands

Í þessari viku komu 4.000 nemendur úr leikskólum og 1. og 2. bekk grunnskóla í heimsókn til Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Á tónleikunum hljómaði tónlistarævintýrið Drekinn innra með mér eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur. Þórunn Arna Kristjánsdóttir flutti söguna um litla stúlku sem kemst að því að það býr dreki innra með henni. Drekinn er oftast ljúfur en á það til að skipta skapi á augabragði og í sögunni lærir hún að takast á við drekann sinn og tilfinningar sínar.

Skólatónleikarnir eru liður í öflugu og metnaðarfullu fræðslustarfi hljómsveitarinnar en á hverju ári býður hún rúmlega 15.000 nemendum á skólatónleika í Hörpu.