x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Kool and the Gang

Tónleikar í Eldborg 10. júní

Celebration - Kool and the Gang

Diskósveitin heimsfræga Kool and the Gang hefur boðað komu sína til Íslands og mun halda tónleika í Eldborgarsal laugardaginn 10. júní.

Kool and the Gang er í hugum margra helsti fánaberi diskótónlistarinnar. Allir þekkja þeirra vinsælustu lög eins og Celebration, Get Down On It, Fresh, Joanna, Jungle Boogie, Ladies Night og fleiri. Hljómsveitin var stofnuð árið 1969 og hefur starfað óslitið síðan. Í upphafi var funk og djass áberandi í hljómi sveitarinnar en seinna meir urðu þeir diskóinu að bráð.

Kool and the Gang þykja afburðagóð tónleikasveit og munu þeir mæta með stóra hljómsveit í Eldborg. Má telja víst að veislan sem þeir hyggjast bjóða uppá verði með þeim eftirminnilegri sem sést hefur í þeim góða sal.

Unnendur rythmískrar tónlistar munu vafalítið fagna komu stuðboltanna til landsins en það er Hr. Örlygur sem stendur að komu sveitarinnar til landsins.

Miðsala hafin hér