x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Klassíkin okkar: Úrslit netkosningar

Sinfóníuhljómsveit Íslands fór þá óvenjulegu leið að bjóða landsmönnum að velja efnisskrá fyrstu tónleika næsta starfsárs en sem hefst í 2. september. Leitað var eftir eftirlætis tónverkum þjóðarinnar en hægt var að velja úr lista með vinsælum klassískum verkum eða tilnefna önnur. Þau tónverk sem yrðu hlutskörpust myndu svo hljóma á sérstökum hátíðartóneikum Sinfóníunnar 2. september úr Eldborgarsal Hörpu og auk þess í beinni útsendingu á RÚV.

Þúsundir atkvæða féllu í kosningunni en þau tónverk sem hlutu flest atkvæði sigruðu með nokkrum yfirburðum. Athygli vekur að þau verk sem fyrir valinu urðu krefjast mörg fleiri listamanna er hljómsveitarinnar sjálfrar og því ljóst að fjöldi flytjenda á tónleikunum 2. september verður mikill.

Fór svo að Óðurinn til gleðinnar úr 9. sinfóníu Beethoven varð hlutskarpastur. Efnisskrá tónleikanna er nú klár og verður sem hér segir:

Richard Wagner: Valkyrjureiðin
Johannes Brahms: Ungverskur dans nr. 5
Edvard Grieg: Í höll dofrakonungs
Carl Orff: O fortuna (úr Carmina Burana)
Pjotr Tsjajkovskíj: Píanókonsert nr. 1, 1. kafli
J.S. Bach: Air úr Hljómsveitarsvítu nr. 3 
Antonio Vivaldi: Vorið, 1. kafli 
Maurice Ravel: Bolero
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 9, 4. kafli (Óðurinn til gleðinnar) 

Einleikarar á tónleikunum verða Víkingur Heiðar Ólafsson sem leikur píanókonsert Tsjajkovsíkjs nr. 1 og Sigrún Eðvaldsdóttirsem leikur Vorið úr Árstíðum Vivaldis. Tónleikunum lýkur á lokakafla 9. sinfóníu Beehtovens, Óðnum til gleðinnar. Einsöngvarar verða Þóra Einarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Elmar Gilbertsson og Kristinn Sigmundsson en Mótettukór Hallgrímskirkju tekur þátt í flutningnum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þá syngja Óperukórinn í Reykjavík undir stjórnGarðars Cortes og Söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar O fortuna úr Carmina Burana eftir Carl Orff. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason, staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Tónleikarnir fara fram í Eldborg 2. september kl. 20. Þeir eru í tilefni 50 ára afmælis Sjónvarpsins og verða sendir beint út á RÚV.