x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Klassíkin okkar - heimur óperunnar

Úrslit netkosningar

Habanera úr Carmen er uppáhalds aría landsmanna

Í vor efndu Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV í samvinnu við Íslensku óperuna til netkosningar þar sem allir landsmenn gátu valið eftirlætis óperuaríurnar sínar. Tónleikarnir „Klassíkin okkar“ sem haldnir voru í fyrrahaust vöktu mikla hrifningu og nú var leikurinn endurtekinn með áherslu á óperutónlist. Hægt var að velja úr lista með vinsælum aríum eða tilnefna aðrar. Þau tónverk sem voru hlutskörpust munu hljóma á sérstökum hátíðartóneikum Sinfóníunnar sem um leið er upptaktur að glæsilegu starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Þátttaka í kosningunni fór fram úr björtustu vonum og hlutskarpasta arían var Habanera úr Carmen, sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mun flytja. Hægt er að skoða niðurstöður kosninganna og efnisskrá tónleikanna hér.

Alls koma tíu einsöngvarar fram á tónleikunum: Þóra Einarsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Dísella Lárusdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Suzanne Fischer, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Elmar Gilbertsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Kristinn Sigmundsson. Með þeim syngja Kór Íslensku óperunnar undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, og Karlakór Kópavogs og Óperukórinn í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes. Daníel Bjarnason, staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands er hljómsveitarstjóri tónleikanna.

Tónleikarnir fara fram í Eldborg 1. september kl. 20 og verða sendir beint út á RÚV. Hægt er að nálgast miða hér.