x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Joshua Bell og Akademía St Martin in the Fields

21. nóvember í Eldborg

Joshua Bell og Akademía St Martin in the Fields koma fram í Eldborgarsal þann 21. nóvember. Leikin verða meistaraverk í flutningi afburða hljóðfæraleikara, en sveitin telst til fremstu kammerhljómsveita heims. Tónlistarstjóri Akademíunnar er fiðlusnillingurinn Joshua Bell.

Akademía St Martin in the Fields var stofnuð árið 1958 af Sir Neville Marriner og hélt sína fyrstu tónleika í samnefndri kirkju í nóvember 1959. Með framúrskarandi tónlistarflutningi náði Akademían skjótu og eftirsóknarverðu alþjóðlegu orðspori fyrir sérstæðan og fágaðan hljóm. Sveitin spilar undir handleiðslu Joshua Bell og leiðarans Tomo Keller en hún er þekkt fyrir að spila án stjórnanda. Hún hefur hljóðritað yfir 500 verk og ber þar helst að nefna Árstíðir Vivaldi og tónlistina við Óskarsverðlaunamyndina Amadeus.

Akademían er lofuð fyrir nýstárlega og framúrskarandi túlkun á helstu verkum klassískra tónbókmennta. Á tónleikunum í Eldborg mun sveitin sýna áhugaverða breidd í efnisvali og flytja Brandenborgarkonsert nr.3 eftir Johann Sebastian Bach, Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires eftir Astor Piazzolla ásamt Fiðlukonserti nr.5 eftir W.A. Mozart.

Akademían kemur fram á 80 tónleikum í 16 löndum á starfsárinu 2017/18. Samhliða því stendur hún fyrir námskeiði fyrir skólabörn ásamt því að halda úti samstarfi við Southbank sinfóníuna, Guildhall School of Music and Drama og Royal Northern College of Music. Með þeirri vinnu vill sveitin stuðla að þróun og menntun ungra tónlistarmanna. Áheyrendur sveitarinnar geta svo tengst hljómsveitinni enn betur með reglulegum tónleikakynningum og hlaðvörpum sveitarinnar.

Hvort sem það er barokk, klassík eða eldheitur argentínskur tangó er hljómur Akademíunnar þekktur og dáður af unnendum klassískrar tónlistar um allan heim

„Tónsköpun í hæsta gæðaflokki.”

The Guardian *****
Nóvember 2016

„Það er sjaldgæft að hlýða á tónlistarflutning álíka þessum nú á dögum.”

Classical Source
Nóvember 2016

„Djúpstæð og stórkostleg tónsköpun.”

Bachtrack *****
Janúar 2017

Miðasala hefst 24. maí klukkan 10:00.