x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Heimsmeistaramótið í JóJó

Hópurinn verður með Snapchat reikning Hörpu í næstu viku

Dagana 10.-12. ágúst verður Heimsmeistaramótið í jójó haldið í Silfurbergi í Hörpu.

Yfir þessa þrjá daga er keppt í fimm ólíkum greinum íþróttarinnar. Meðal annars er keppt í listrænni framkomu, 40+ aldurforsetakeppni og notkun tveggja jójóa á sama tíma. Fyrstu tvo dagana eru undanrásir en úrslitin ráðast á laugardeginum.

Í Flóa sem er á jarðhæð í Hörpu verður sérstakt kennslu- og æfingasvæði fyrir alla þá sem vilja koma í heimsókn og prófa jójó á meðan mótinu stendur. Þeir sem standa að kennslunni eru keppendur mótsins sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum.

Í kringum 200 keppendur frá 30 löndum eru skráðir til leiks en búist er við að yfir 500 erlendir gestir sæki landið heim vegna mótsins. Páll Valdimar Kolka Guðmundsson mun keppa fyrir hönd Íslands en hann hefur áður keppt á HM auk þess að hafa hlotið silfur tvívegis á EM, sigrað opna Bretlandsmeistaramótið og stórmót í Japan. Keppnisferðir hans um heiminn eru styrktar af jójófyrirtæki þar sem hann hefur hannað sitt eigið „signature“ jójó sem ber heitið Puffin.

Það eru tveir íslenskir piltar sem standa á bakvið skipulagningu mótsins í samstarfi með Alþjóðlega jójósambandinu og Ben Mcphee, eiganda YoYoFactory. Styrktaraðilar mótsins eru YoYoFactory, Ölgerðin og Nexus.

Hópurinn verður með Snapchat reikning Hörpu á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku, svo endilega fylgist með þar.

Nánari upplýsingar um mótið má finna á Iceland2017.com og á Facebook. Hægt er að kaupa miða á Harpa.is.