x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Jazz with a View í Hörpu

Óskar Guðjónsson MOVE á Múlanum

Sumardagskrá Múlans heldur áfram og verða næstu tónleikar, miðvikudaginn 4. júlí í Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, með kvartett saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar, MOVE. Á tónleikunum verða leikin lög eftir meðlimi. Einnig annara manna lög frá gullaldarárum amerískrar jazztónlistar. Leikgleði og innrím einkennir nálgun kvartettsins sem tekur mið af sameiginlegum hugsanafluttningi og flæði. Ásamt Óskari koma fram píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson sem leikur á bassa og trommuleikarinn Matthías MD Hemstock.

Spennandi sumardagkrá Jazzklúbbsins Múlans heldur áfram flest miðvikudags- og föstudagskvöld í Björtuloftum, Hörpu út júlí. Flestir af helstu jazzleikurum þjóðarinnar koma fram í dagskránni.

Múlinn er á sínu 22. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2500, 1500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í hér.