Ekkert fannst
Allt frá því að Jason Mraz vakti fyrst athygli í gróskumikilli kaffihúsamenningu í San Diego árið 2000 hefur aðdáendahópur hans vaxið óðfluga um heim allan. Nú þegar hefur hann hlotið demants-, platínu- og gullplötur í meira en 20 þjóðlöndum, markað spor sín í poppsöguna með metsölulögunum „I´m Yours“ og „I Won´t Give Up“ og hlotið 2 Grammy verðlaun og fleiri tilnefningar. Þá hefur hann einnig fengið hin virtu Hal David Songwriter Hall of Fame Award, Teen Choice og People’s Choice verðlaun, auk þess sem tónleikar hans í hinum víðfrægu tónleikastöðum The Hollywood Bowl, Madison Square Garden og London’s O2 Arena seldust upp á örskömmum tíma. Þess má einnig geta að lag hans „I’m Yours“ hefur verið skoða meira en 300.000.000 sinnum á YouTube.
Jason Mraz kemur til landsins 1. apríl og verður með tónleika í Eldborg – Hörpu. Um er að ræða einstaka og persónulega tónleika þar sem Jason Mraz verður einn á Eldborgarsviðinu með gítarinn sinn. Miðasala hefst miðvikudaginn 15.febrúar klukkan 10:00 á harpa.is