Ekkert fannst
Íslenska óperan kynnir spennandi og litríkt námskeið fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára þar sem heimur óperunnar er kynntur á skapandi hátt. Leiðbeinandi er Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og tónmenntakennari.
Laugardaginn 1.apríl hittumst við kl.11.00 við miðasölu Hörpu og skyggnumst á bak við tjöldin hjá Íslensku óperunni. Við förum í búningasafn Óperunnar en þar eru geymdir algjörlega ævintýralegir búningar sem við megum skoða og prófa! Við hittum líka fyrir Brynhildi Guðjónsdóttur leikstjóra sem ætlar að segja okkur frá því hvernig sýning verður til og er til í að svara öllum spurningum sem brenna á forvitnum krökkum. Boðið er upp á létta hressingu.
Ekki missa af lifandi og skemmtilegri fræðslu. Hlökkum til að hitta áhugasama og hugmyndaríka krakka!
Hægt er að nálgast miða hér