Ekkert fannst
Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í morgun en gert er ráð fyrir 2000 þátttakendum frá 50-60 löndum. Yfir ráðstefnuna verða allt í allt 188 málstofur með rúmlega 600 ræðumönnum og verða því nánast allir salir, herbergi og opin svæði Hörpu notuð fyrir ráðstefnuna.
Þingið sækir fjöldi forystufólks frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína, Japan, Kóreu, Frakklandi, Þýskalandi og fleiri ríkjum auk þess sem íslenskir ráðherrar, vísindamenn, umhverfissinnar og stjórnendur fyrirtækja munu taka virkan þátt í þinginu.
Þing Hringborðs Norðurslóða er einnig opið íslenskum almenningi og hafa nokkur hundruð sæti verið tekin frá í þessu skyni. Íslenskir þátttakendur þurfa hinsvegar að skrá sig á vefsíðunni: www.ArcticCircle.org
Meðal ræðumanna á opnunarfundi þingsins verða forsætisráðherrar Íslands, Finnlands og Grænlands, krónprinsessa Svíþjóðar, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ríkisstjóri helsta orkusvæðis Rússlands, utanríkisráðherrar Færeyja og Danmerkur, Norðurslóðafulltrúar Frakklands og Singapúr auk framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og formanns Inuit frumbyggjasamtakanna.