Ekkert fannst
Hjartanlega velkomin aftur!
Fimmtudaginn 7. maí opnun við húsið okkar á nýjan leik í góðu samráði við almannavarnir og sóttvarnarlækni og bjóðum á næstunni upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í samkomuhúsi þjóðarinnar er hátt til lofts og vítt til veggja, margir inngangar og mörg salerni. Við munum skipta sölum og öðrum viðburðarýmum í minni hólf sem rúma vel 50 manns og tveggja metra bilið verður í hávegum haft. Harpa mun hér eftir sem hingað til fara að fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna og treystir einnig á gott samstarf við gesti varðandi nýtt fyrirkomulag næstu vikur.
Sinfóníuhljómsveit Íslands fer nýjar leiðir með beinum útsendingum sem hægt er að fylgjast með á sinfonia.is og Rúv2 ásamt því að vera með viðburði fyrir gesti í Hörpuhorni. Íslenska óperan mun bjóða okkur upp á Kúnstpásu nk. þriðjudag þar sem aðgangur er ókeypis en að sjálfsögðu takmarkaður fjöldi gesta.
Múlinn Jazzklúbbur fer á fljúgandi siglingu á föstudagskvöldum og færir sig um set í húsinu í annað og stærra rými en venjulega. Viðburðir verða í boði fyrir börnin en bræðurnir Karíus og Baktus lofa að hlýða Víði og ætla að hefja sýningar aftur laugardaginn 9. maí og skoðunarferðir með Maxa hefjast einnig í maí.
Harpa verður opin alla daga frá kl. 12-18 og allar nánari upplýsingar um viðburði er að finna á harpa.is. Veitingastaðurinn Bergmál og verslunin Upplifun verða einnig opin alla daga og verslunin Epal alla daga nema sunnudaga.
Hlökkum til að taka á móti landsmönnum!