x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Heima í Hörpu lýkur

Tæplega 30 tónleikar hafa verið haldnir

Heima í Hörpu lýkur 1. maí

Tónlistarhátíðinni Heima í Hörpu lýkur með hvelli föstudaginn 1. maí þegar DÓH-tríó, skipað Daníel Helgasyni, Óskari Kjartanssyni og Helga R. Heiðarssyni flytja kröftugan og seiðmagnaðan frumsaminn djass í Eldborg kl. 11 en tónleikunum verður streymt á FB-síðu Hörpu, menningarvef RÚV og á RÚV2.

Heima í Hörpu hófst með eftirminnilegum tónleikum Gissurar Páls Gissurarsonar og Árna Heiðars Karlssonar sunnudaginn 22. mars. Síðan þá hafa tæplega 30 tónleikar verið haldnir í Eldborg Hörpu hvern virkan dag kl. 11. Listamenn úr Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa verið í miklum meirihluta á meðal þeirra tónlistarmanna sem komið hafa fram í Eldborg en að auki hafa óperusöngvarar á vegum Íslensku óperunnar og sjálfstætt starfandi listamenn komið að verkefninu og glatt landsmenn með metnaðarfullri efnisskrá þar sem tónlist allt frá miðöldum til okkar tíma hefur fengið að hljóma.

Öllum tónleikum hefur verið streymt heim í stofur allra landsmanna og um allan heim en óhætt er að fullyrða að tónleikarnir hafi hlotið frábærar viðtökur.

Heima í Hörpu er samstarfsverkefni Hörpu, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar og RÚV. Öllum listamönnum sem komið hafa fram á vegum verkefnisins eru færðar innilegar þakkir fyrir ómetanlegt framlag í sérstæðum kringumstæðum.

 

Allar upptökur Heima í Hörpu er hægt að nálgast hér og RÚV.