x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Harpa tekur fyrsta græna skrefið

í átt að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni

Rakel Lárusdóttir, verkefnastjóri fasteignar, tók við viðurkenningu á fyrsta Græna skrefinu frá Umhverfisstofun

Í dag hlaut Harpa viðurkenningu á því að hafa tekið sitt fyrsta Græna skref, af fimm.

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.

Aðgerðum Grænna skrefa er skipt í 7 flokka sem ná yfir helstu umhverfisþætti í venjulegum skrifstofurekstri. Skref 1-4 innihalda aðgerðir í öllum þessum flokkum en fimmta skrefið tekur á þeim aðgerðum sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi hjá viðkomandi stofnun.

Markmið verkefnisins er að:

 

  • Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi ríkisins
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna
  • Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra
  • Draga úr rekstrarkostnaði
  • Innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar
  • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur fái viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum
  • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur geti innleitt aðgerðir á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli starfsseminnar
  • Aðgerðir stofnana í umhverfismálum séu sýnilegar
Nánari upplýsingar um verkefnið – skrefin fimm, aðgerðir og flokka, má finna hér á vef Grænna skrefa.