9. september 2021

Harpa leitar að liðsmanni í hóp þjónustufulltrúa

Hefur þú þjónustulund og vilt starfa í fjölbreyttu og skapandi umhverfi?

Þjónustufulltrúi tryggir hámarks upplifun á þjónustu og öryggi gesta á viðburðum í Hörpu.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Móttaka gesta, upplýsingaveita og almenn leiðsögn
 • Viðtaka aðgöngumiða og leiðbeina til sætis
 • Rýma sali eftir viðburði
 • Styðja við öryggisvörslu
 • Aðstoð við vaktir í fatahengi, í miðasölu og á ráðstefnum
 • Aðstoð við uppsetningu og frágang eftir viðburði

Menntun og hæfniskröfur

 • Góð almenn menntun sem nýtist í starfi.
 • Afar rík þjónustulund, jákvæðni og mikil færni í mannlegum samskiptum.
 • Góð tungumálakunnátta, íslenska, enska og þriðja tungumál kostur.
 • Hæfni og geta til að vinna undir álagi.
 • Áhugi og þekking á menningu og listum er kostur.
 • Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
 • Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.

Starf þjónustufulltrúa er hlutastarf og er aðallega á kvöldin og um helgar.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Fréttir

12. október 2021

Hin heimsfræga Concertgebouw hljómsveit í Eldborg

Concertgebouw hljómsveitin, ein allra besta sinfóníuhljómsveit heims, kemur fram í Eldborg í Hörpu þann 10. nóvember næstkomandi. Miðasala hefst föstudaginn 15. október kl. 12

21. september 2021

Miðasala Hörpu flytur í dag

Þriðjudaginn 21. september flytur miðasala Hörpu í nýtt rými á jarðhæð og því verður ekki unnt að afgreiða miða í Hörpu.  

14. september 2021

Tilkynning til tónleikagesta

Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum frá og með 15. september.