Ekkert fannst
Eftir að dyr Hörpu opnuðust á ný hafa fjölmargir viðburðir farið lukkulega fram. Bræðurnir Karíus og Baktus hafa glatt sína gesti og hlýða Víði í einu og öllu. Múlinn Jazzklúbbur er búið að færa úr Björtuloftum og niður í Flóa þar sem nóg pláss er fyrir gesti. Maximús og Ingibjörg Fríða tóku á móti krökkum í skoðunarferð um Hörpu síðastliðna helgi við mikil fagnaðlæti krakkana. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið með afar lukkulega hádegistónleika í Hörpuhorni þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Íslenska óperan hefur svo glatt fólk með Kúnstpásu.
Næstu daga verða verðlaunaafhendingar, ráðstefnur og ýmsir áhugaverðir viðburðir sem glæða aftur lífi í okkar frábæra hús.