x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Harpa meðal fremstu bygginga heims á sviði hönnunar

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús hefur verið valin ein af 10 fremstu byggingum heims á sviði hönnunar. Tímaritið Architechtural Digest, sem er einn virtasti vettvangur fyrir umfjöllun um byggingarlist, fékk heimsþekkta arkitekta til að velja markverðustu byggingar samtímans og er Harpa þeirra á meðal.

Arkitektinn Steven Hall segir Hörpu birtingarmynd frábærrar samvinnu á milli Henning Larsen Arkitekta, Batterísins og Ólafs Elíassonar og að á kvöldin bjóði byggingin upp á ljósasýningu sem er jafn heillandi og sjálf norðurljósin. Hann telur Hörpu gott dæmi um byggingu þar sem arkítektúr birtist sem afl til að virkja borgir og efla menningu. Aðrar byggingar sem valnefnd Architectural Digest telur markverðastar eru meðal annars Gardens by the Bay í Singapúr, Linked Hybrid í Peking, The Shard í Lundúnum, Guangzhou óperuhúsið í Kína og Metropol Parasol í Sevilla.

,,Þetta er einstaklega gaman og er enn ein fjöður í hatt þessa fallega húss okkar,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.  „Harpa var sæmd einum merkustu verðlaunum í byggingarlist í heimi þegar húsið fékk Mies van der Rohe verðlaunin 2013, fékk World Architecture Award 2010 auk fleiri verðlauna fyrir byggingarlist og hefur auk þess ítrekað verið viðurkennd fyrir hljómburð og heimsklassa aðstöðu fyrir tónleika, fundi- og ráðstefnuhald.  Húsið hefur þegar sannað sig sem umbreytingarafl

fyrir íslenska menningu og ferðaþjónustu og er nú að festa sig enn frekar í sessi sem áfangastaður á heimsmælikvarða í Reykjavík. Viðurkenning sem þessi styrkir stöðu Hörpu á öllum sviðum.“ Hér má lesa umfjöllunina í heild sinni.