x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Harpa hlýtur virt bandarísk verðlaun

United States Institute of Theatre Technology (Merit Award)

Á dögunum fékk Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús virt byggingarlistaverðlaun United States Institute of Theatre Technology en verðlaunin eru veitt fyrir mikla verðleika (Merit Awards). USITT var stofnað árið 1960 til að koma af stað samtali og stuðla að miðlun þekkingar meðal leikhúshönnuða og tækna. Arkitektar Hörpu eru Henning Larsen Arkitektar í Danmörku og Batteríið arkítektar ehf. og hlutu þeir einnig viðurkenningu ásamt Artec – nú ARUP, hljómburðarhönnuðum hússins.

Niðurstaða dómnefndar USITT er byggð á framúrskarandi hljómburði í Hörpu og þykir Eldborg standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða. Dómnefnd telur jafnframt minni sali eins og Norðurljós tilvalinn sal fyrir kammertónleika og uppistand en Silfurberg vel sniðinn fyrir rafmagnaða tónleika. Fjölbreytt úrval rýma sem húsið hefur upp á að bjóða, ríkulegur tækjakostur og framúrskarandi starfslið, geri Hörpu að óviðjafnanlegum valkosti. Í umsögninni segir: „Harpa er fjölnota og nútímalegt viðburðahús þar sem allar tónlistarstefnur geta fundið sér stað.“

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu segir það virkilega ánægjulegt að Harpa haldi áfram að vekja hrifningu um heim allan.  ,,Við erum stolt af húsinu okkar og það fer ekkert á milli mála að það skilar sér hve vel var vandað til verka strax í upphafi. Viðurkenningar eins og þær sem Harpa hefur verið að fá fyrir gæði á heimsvísu eru okkur mikils virði og mér þykir sérstaklega vænt um að í þessu tilfelli var okkar frábæra starfslið einnig nefnt til sögunnar sem fyrsta flokks.“

„Í mínum huga hefur Harpa reynst eitthvað miklu meira en tónlistarhús. Hún hefur orðið að menningaráfangastað. Þrátt fyrir það ætti hún að sjálfsögðu að þjóna sínu hlutverki sem framúrskarandi tónlistarhús. Viðurkenning USITT segir mér að Harpa bjóði upp á afburða aðstöðu fyrir allar tónlistarstefnur. Fyrir hönd tónlistarunnenda vítt um heim er ég þakklátur að við sem teymi – frá hljómburðarfræðingum til arkitekta – gátum skapað slíka fjölbreytni og sveigjanleika,“ segir Louis Becker, eigandi og yfirhönnuður hjá Henning Larsen.

USITT verðlaunin er ekki eina viðurkenningin sem Harpa hefur hlotið á árinu því nýverið var Harpa valin ein af 10 fremstu byggingum heims á sviði hönnunar af tímaritinu Architechtural Digest. Áður hefur Harpa meðal annars hlotið hin merku Mies van der Rohe verðlaun fyrir byggingarlist og World Architecture Award.