x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Harpa hlýtur umhverfisverðlaun Faxaflóahafna

Fjörusteinninn, umhverfisverðlaun Faxaflóahafna hafa verið veitt frá árinu 2007 og voru í dag veitt í 14. skipti. Venjan hefur verið að veita verðlaunin fyrirtækjum sem starfa á hafnarsvæðunum og sýnt hafa fram á framsækni í umhverfismálum og verið til fyrirmyndar hvað varðar frágang á lóðum og snyrtilegt umhverfi. Svanhildur Konráðsdóttir veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Hörpu.

Í rökstuðningi Faxaflóahafna fyrir valinu segir:

Harpa er með metnaðarfulla græna stefnu, en m.a. er allt sorp tekið til endurvinnslu og öll hreinsiefni eru vottuð. Meðferð matvæla og drykkja er sérstaklega eftirtektarverð, en allar umframbirgðir af matvælum fara til góðgerðasamtaka, vatn er ekki borið fram í plastflöskum og veisluþjónustan skiptir aðeins við birgja sem stunda vistvæna viðskiptahætti. Sett hafa verið fram markmið til ársins 2030 um að kolefnisjafna losun allra gróðurhúsalofttegunda sem ekki er hægt að komast hjá auk þess að auka hlutdeild vistvænna ferðamáta í 30% og að hlutfall endurvinnanlegs úrgangs verði 75%.

Auk þess að vera viðurkenning á góðri frammistöðu í umhverfismálum er Fjörusteinninn jafnframt hugsaður sem hvatning fyrir þá sem hann hljóta til áframhaldandi góðra verka og er von Faxaflóahafna að þessi viðurkenning verði hvatning fyrir Hörpu um áframhaldandi starf á þessu mikilvæga sviði.

Hér fyrir neðan má finna hlekki á vef Faxaflóahafna þar sem fjallað er um verðlaunin og upplýsingar um umhverfisstefnu Hörpu:

Umhverfisverðlaun Faxaflóahafna

Græn stefna Hörpu