x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Harpa fer í sumarbúning

Aukin áhersla á þjónustu við ferðamenn

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa vermir, ásamt Hallgrímskirkju, efsta sætið yfir mest sóttu staði Reykjavíkur en í sumar er áætlað að hátt í 3000 gestir sæki húsið daglega heim í sumar. Harpa er því meðal þekktustu kennileita borgarinnar og býður auk þess upp á framúrskarandi upplifun og þjónustu fyrir ferðamenn.

„Við fögnum því einlæglega hvað Harpa er vinsæll viðkomustaður ferðamanna í borginni og einkunnin sem húsið fær í umsögnum þeirra  er framúrskarandi. Hins vegar viljum við tryggja að þetta glæsilega hús standi áfram undir þeim góða vitnisburði og allur bragur sé í samræmi við það mikilvæga menningarlega hlutverk sem það gegnir. Það eru ýmsar áskoranir við að hafa húsið svona opið sem raun ber vitni og það hefur t.d. færst í aukana að gestir nýti sér opnu rýmin sem nokkurs konar umferðamiðstöð eða hvíldarstað; leggi sig jafnvel eða útbúi sér mat víðsvegar í húsinu. Okkur finnst þetta ekki hæfa hlutverki og yfirbragði hússins og teljum það draga úr upplifun allra sem sækja okkur heim.“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.

Til að bregðast við þessum mikla fjölda mun Harpa því leggja stóraukna áherslu á að hver og einn ferðamaður fái sem mest úr heimsókn sinni í húsið. Það verður gert með því að stýra umferð um tilteknin svæði hússins þannig að boðið verður upp á skipulagðar skoðunarferðir. Hóflegt gjald verður tekið fyrir notkun á snyrtingum í Hörpu fyrir aðra en þá sem eiga erindi á viðburði, fundi, ráðstefnur eða veitingastaði í húsinu og er þetta fyrirkomuleg vel þekkt í sambærilegum húsum víða um heim.

Við munum bjóða upp á skoðunarferðir með leiðsögn um húsið á klukkutíma fresti yfir daginn. Þá býðst fólki að fara inn á lokuð svæði og fá mun ítarlegri og betri kynningu á húsinu og starfsemi þess. Í ofanálag eru hér fimm tónlistarviðburðir og leiksýningar daglega í Eldborg, Norðurljósum og Kaldalóni sem allir miða að ferðamönnum,“ segir Svanhildur að lokum.

Þessar breytingar taka gildi þann 19. júní og gilda til 26. ágúst. Þær miða að því að auka ánægju þeirra sem koma til að skoða húsið og vilja njóta þess sem allra best.