x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Icelandic Sagas: The Greatest Hits

Góðgerðarsýning Amnesty International

Á morgun, laugardaginn 12 nóvember, verður sýningin Icelandic Sagas: The Greatest Hits in 75 minutes haldin í Hörpu til stuðnings Íslandsdeildar Amnesty International. Allir listamennirnir gefa vinnu sína og rennur ágóðinn til deildarinnar. Aðstandendur leikverksins ákváðu að standa að sérstakri uppfærslu á sýningunni til stuðnings Íslandsdeildar Amnesty International í baráttunni fyrir málefnum flóttafólks.

Í sýningunni kynna tveir af frambærislegustu leikurum þjóðarinnar brot af því besta úr Íslendingasögunum á 75 mínútum, sögur sem gengið hafa mann fram af manni og varðveist á skinnhandritum. Sýningin fer fram á ensku.

„Við finnum vel að málefni flóttafólks brenna á mörgum hér á landi og að þessi listahópur skuli taka sig saman til þess að styðja Íslandsdeild Amnesty International er hreint frábært framtak. Við erum afar þakklát fyrir þennan stuðning og velvilja í okkar garð“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdarstjóri Íslandsdeildar Amnesty International.

Hægt er að kaupa miða á www.harpa.is og á tix.is og eins og áður sagði rennur allur ágóðinn til stuðnings Íslandsdeildar Amnesty International.