x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Kammersveit Vínar og Berlínar & Gautier Capuçon

Tónleikar í Eldborg á morgun

Gautier Capuçon ræðir um Matteo Goffriller sellóið sem hann spilar á.

Þann 19. maí klukkan 19:30 leikur Kammersveit Vínar og Berlínar eldheita efnisskrá á sviði Eldborgar en hún er skipuð nafntoguðustu hljóðfæraleikurum úr Fílharmóníusveit Vínar og Fílharmóníusveit Berlínar. 

Einn fremsti sellóleikari heims, Gautier Capuçon leikur einleik með sveitinni.

Gautier Capuçon er einn áhugaverðasti tónlistarflytjandi samtímans og er lofaður af gagnrýnendum um allan heim. Hann lærði við Konservatoríið í París undir leiðsögn Philippe Muller og Annie Cochet-Zakine og síðar hjá Heinrich Schiff í Vín. Capuçon hefur unnið til ýmissa verðlauna og má þar nefna Alþjóðlegu André Navarra verðlaunin. Hann var valinn „Nýliði ársins“ af Victoires de la Musique (franska jafnvirði Grammy) árið 2001. Undanfarin ár hefur hann komið fram með Berlínar Fílharmóníunni, Concertgebouw hljómsveitinni, Sinfóníuhljómsveit London, Leipzig Gewandhaus, Los Angeles Fílharmóníunni og Sinfóníuhljómsveit San Francisco, ásamt öllum helstu hljómsveitum Frakklands.

Gautier Capuçon leikur á Matteo Goffriller selló sem smíðað var árið 1701.

Á tónleikunum verða flutt þrjú verk eftir Joseph Haydn; Sinfónía nr. 59 „Eldsinfónían“, Sellókonsert í C-dúr og Sinfónía nr. 49 „Passían“ ásamt Concertone KV 190 eftir W.A. Mozart. Konsertmeistarinn, Rainer Honeck og fiðluleikarinn Noah Bendix-Balgley koma einnig fram sem einleikarar á tónleikunum.

Hægt er að nálgast miða hér.