Ekkert fannst
Þú getur bókað upptökurými fyrir draumaverkefnið í Kaldalóni eða Norðurljósum. Salirnir eru báðir búnir framúrskarandi hljómburði sem henta vel fyrir allar tegundir tónlistar.
Hægt er að leigja salina frá einni klukkustund eða heila daga í senn. Upptökutími er frá 9-23 virka daga og um helgar.
Sé óskað eftir þjónustu sviðsfólks eða tæknimanna Hörpu greiðist samkvæmt gjaldskrá.
Ef þú hefur áhuga og vilt fá frekari upplýsingar um verð og lausa tíma þá endilega sendu okkur fyrirspurn á upptokur@harpa.is