Ekkert fannst
SKÍTAMÓRALL Í BEINNI FRÁ HÖRPU FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 3. APRÍL
HITAÐ UPP FYRIR STÓRTÓNLEIKA 16. JÚNÍ
Föstudagspartý Skítamórals í beinni útsendingu frá Eldborgarsviði Hörpu á RÚV 2, Rás 2 og á Facebook síðu Hörpu föstudagskvöldið 3. apríl klukkan 21:10.
Hljómsveitin Skítamórall er ein farsælasta hljómsveit sinnar kynslóðar á Íslandi. Hún fagnar um þessar mundir 30 ára starfsafmæli með nýju lagi og tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sem fram áttu að fara 9. maí en hefur nú verið seinkað til 16.júní.
Í ljósi aðstæðna ætlar hljómsveitin að slá tvær flugur í einu höggi á föstudagskvöld. Þá ætla þeir að máta sviðið í Eldborg og prófa hvernig öll þeirra bestu lög hljóma þar en um leið hleypa þjóðinni í heimsókn og leyfa henni taka þátt í þessari upphitun. Nokkrir góðir gestir munu kíkja í heimsókn til strákana sem þó munu í einu og öllu fylgja reglum Víðis um 2 metra nálgunarbann.
Hægt verður að taka þátt í umræðunni á Twitter með myllumerkinu #skimo2020