x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Finnski fáninn á ljósahjúpi Hörpu

100 ára sjálfstæðisafmæli Finna

Finnland fagnar 100 ára sjálfstæðisafmæli sínu í dag, en hundrað ár eru liðin frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Rússlandi. Í tilefni dagsins skartar ljósahjúpur Hörpu finnska fánanum.

Víðfræg kennileiti um allan heim eins og Níagrafossarnir á landamærum Bandaríkjanna og Kanada og styttan af Jesú í Rio de Janeiro munu af þessu tilefni verða lýst upp með bláum og hvítum ljósum. Alls verður sjálfstæðisafmælis Finna minnst með þessum hætti á 50 frægum kennileitum í 30 löndum.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Finnum myndbandskveðju þar sem hann óskar þeim til hamingju á finnsku.

„Kæru vinir í Finnlandi! Fyrir hönd okkar Íslendinga sendi ég hjartanlegar hamingjuóskir á hinu mikla afmælisári. Milli okkar og ykkar liggja traust vinabönd og stundum er sagt að okkur svipi saman, Íslendingum og Finnum. Okkur er heiður að þeim samanburði því að af ykkur má margt læra. Þið hafið byggt upp samfélag samstöðu, frelsis og framfara sem þið stefnið eflaust að því að bæta enn frekar í framtíðinni. Sisu, sauna og Síbelíus – seigla, sána og tónskáldið góða sem ímynd finnskrar menningar. Þessi þekktu þjóðartákn hafa komið ykkur vel á sjálfstæðisbraut og munu gera það áfram. Aftur til hamingju!“